þriðjudagur, maí 02, 2006

Gegndarlaus pæling

Flest af ykkur vita sjálfsagt að ég er á leyðinni til Danmerkur á morgun, nánar tiltekið skömmu eftir hádegi. Það rifjuðust upp fyrir mér bakþankar einhverjar konu (sem ég man ekki nafnið á) í Fréttablaðinu fyrir ári síðan eða svo. Þar talaði hún um það hversu merkilegt það væri með Íslendinga, að ef þeir fara til útlanda þá er það algjörlega lífsnauðsynlegt að vera fullur í flugstöðinni á leiðinni út, og skipti þá engu hvort brottför væri við dagmál eða í kringum lágnætti. Ég er nefnilega í þeirri aðstöðu núna að geta ekki verið fullur á leiðinni út því ég þarf að mæta á körfuboltaæfingu um leið og ég kem út. Og mér finnst ég vera að missa af ótrúlega stórum hluta af ferðinni með því að þurfa að vera edrú og horfa á Rúnar, Þorberg og Helga drekka frá sér allt vit á barnum í Leifstöð......... maður fær sér nú kannski einn.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð