mánudagur, apríl 20, 2009

Það er ekki hitinn heldur rakastigið

Ég hlýt að hafa verið í einhverjum sjálfsmorðshugleiðingum í morgun þegar ég ákvað að fara í skólann í gallabuxum. Labbaði heim um hálf 3 leytið, og maður minn sem það var heitt á þeim gamla. Veðurstofan segir 23 gráður á Celsíuskvarða, og hvernig verður þetta eftir svona mánuð. Ég bý reyndar svo vel að geta stillt hitann í íbúðinni á svona 5 gráður, sem er mun nær mínu náttúrulega habitati, þannig að þetta ætti að geta sloppið.

Hér fyrir neðan er hugguleg mynd af mér og Villa Special að eiga Kósýkvöld.



Íslandi allt

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð