laugardagur, febrúar 14, 2009

Enginn leikur....

Góðann daginn

Mér finnst það bara ekkert sérlega sniðugt að á meðan ég sit hér og hugsa um efnaskipti og hitastjórnun líkamans fyrir prófið á mánudaginn, þá er ansi stór hluti Skagfirðinga við hugann við svolítið annað. Já sameiginlega blótið er í kvöld, líklega í síðasta skipti með þessu sniði eftir því sem mínar heimildir herma. Ég tek þessu nú eins og hverju öðru hundsbiti, ég mæti bara margefldur árið 2013.

Annars er mál málanna núna bekkpressukeppnin sem ætla í við Hr. Tobías í sumar. Undirbúningur ef hafinn hjá mér, en Tobías er byrjaður með einhverjar afsakanir strax.

Lífeðlisfræðikennarinn minn, hann Tíbor Bártha, kom með mikla speki í liðinni viku. Í fyrsta lagi sagði hann frá því að 40% af heilbrigðiskostnaði hvers manns fyrir ríkið liggur í 2 síðustu vikum ævinnar.

Í annann stað var hann að útskýra hvað feed-forward mekanismi væri (ætli það væri ekki "fyrirfram-viðbrögð við breytingu á ástand" á íslensku). Tók hann sem dæmi þegar hann kom inn á McDonald´s einu sinni við þjóðveg. Það var ekki kjaftur á svæðinu en samt var búið að kveikja á öllum pönnum og pottum og framleiðsla á fullu. Eftir smástund komu 2 rútur fullar af fólki og allt klárt til þess að afgreiða það. Það var semsagt svona feed-forward að rúturnar hafi hringt á undan sér og látið setja allt af stað á McDonald´s.

Og í þriðja lagi þá var hann eitthvað að tala um losun líkamans á efnum, og sagði að líkaminn losaði sig strax við helminginn af bjórnum sem við drekkum, þetta var það eina sem ég man úr þessum tíma.

Góða skemmtun á blótinu.

Íslandi allt.

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð