föstudagur, febrúar 20, 2009

Hvadda gera?

Jó éstet gott fólk.

Loksins komin helgi. Ekki það að þessi helgi verði eitthvað ofurspennandi frekar en liðnar helgar eða þær næstu. Það verður líklega lærdómur í fyrirrúmi. Reyndar er ég mikið að pæla í því að bregða mér í IKEA á morgun, reyndar ekki til að kaupa húsgagn, næturgagn eða neitt slíkt, heldur frétti ég af því í vikunni að þar fást hinir rómuðu sænsku kanilsnúðar. Þið kannist nú öll við þá, heita Kanilgiffler á frummálinu og eru í rauðum pokum (núna er Tobías örugglega byrjaður að tuða eitthvað um að hann kannist ekkert við þetta drasl og farinn að bölva mér).

Undirhundarnir spiluðu sinn fyrsta leik í B-deild háskóladeildarinnar í gær. Kerfið er þannig að veturinn er í raun 2 aðskilin tímabil þannig að við færðumst upp um deild núna um áramót. Skemmst er frá því að segja að leikurinn var sigur....... auðveldur sigur. Munurinn var einhver 30 stig og Sólheimahundurinn með 42 kvikindi.

Það stóð nú samt ekki upp úr, heldur það hversu leiðinlegur ég var við einn leikmann andstæðingana. Þetta var maður rétt hærri en ég, og alveg helmassaður. Því miður fyrir hann voru körfuboltahæfileikarnir af skornum skammti, og ég vék mér upp að honum snemma leiks og sagði við hann að það væri ekki nóg að vera massaður, það þyrfti líka að vera sterkur. Mig langaði reyndar segja við hann það sama og Gamli Sólheimahundurinn sagði eitt sinn við mig, "það er ekki það sama að vera sterkur og vera vinnusterkur" en ég kunni nú bara einfaldlega ekki að snara því yfir á enskt mál í slíku snarhasti. Svo sagði ég við hann að dómararnir voru að gefa honum alltof mikið og hann hlyti að klikka á fyrra vítaskotinu vegna þess að þetta var alls enginn villa á mig. Auðvitað klikkaði hann, og ég minnti hann á orð mín. Svo fékk hann oft að heyra það þegar ég náði frákasti en ekki hann og svo framvegis. Það var farið að gæta pirrings hjá honum undir lokin og einu sinni setti hann öxlina á sér þéttingsfast í brjóstkassan á mér, ég greip um brjóst mér og sagði honum nokkrum sinnum hversu vont þetta hefði verið, hann kom hins vegar með kombakkið "shut the fock up". Næst þegar leikur var stöðvaður henti hann boltanum í hausin á mér, mér fannst það bara fyndið.

Svo er spurning hvort ég ætti ekki að taka það upp á næsta level að vera leiðinlegur í næstu viku. Troða mér á milli á bekk andstæðingana í leikhléum og spurja "er ég að trufla?".

Eftir leikinn komst ég svo að því að þjálfarinn minn, sem er á 4. ári þurfti að vakna kl. 3.30 í morgun því hann var að fara í fjósskoðun með bekknum sínum. Ég sendi hann strax í það mál að athuga hvort ég mætti ekki koma með í næstu ferð, og ef það er hægt þá skelli ég mér, það er alveg pottþétt.

Íslandi allt.

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð