mánudagur, nóvember 24, 2008

Þrælahald

Góða kvöldið
Datt í hug að segja frá tvennu skemmitlegu sem kom fyrir í dag.
Þegar ég var að rölta heim í kvöld eftir æfingu tók ég eftir því að það voru nokkrir unglingspiltar að kasta snjóboltum. Í fyrstu veitti ég þessu ekki mikla athygli, þar til ég sá að þeir voru svona 4-5 saman að henda snjóboltum í mann sem leit út fyrir að vera um miðjann aldur. Þeir voru nú ekki alveg að spara það við kallinn, dúndruðu nokkrum sinnum í andlitið á kallinum. Þá þótti honum nóg komið og ákvað að grýta Heineken bjórnum sínum (sem var greinilega ekki tómur) í áttina að einum stráknum, sem fór nú ekki betur en svo að hún endaði í nýlegum Ford Focus. Ég ákvað að halda bara mína leið, en þeir voru engann veginn hættir að kljást.
Í lífeðlisfræði eru menn að basla við að troða inn í okkur visku um meltinguna þessa dagana. Sá sem kennir þann hluta er hinn stórskemmtilegi Tíbor Bartha, sem yfirleitt notar viðbrögð líkamans við áfengisneyslu sem dæmi um einhverja ákveðna lífeðlisfræði, t.d. að þú hafir 18 sekúndur til að drífa þig inn á klósett til að æla eftir að þú færð ónotatilfinningu í magann eftir stífa drykkju. Nema einu sinni þegar hann sagði sögu af því að seinni kona afa hans hefði reynt að drepa sig með svefnlyfjum en ekki orðið ágengt og afi hans (sem var dýralæknir) hefði hlegið að henni, því hann vissi alltaf að lyfin myndu ekki duga. En í dag talaði hann um vin sinn, sem hann kallaði þræl sjálfvirka taugakerfis síns, og sagðist í raun alls ekki skilja fólk eins og hann, sem getur ekki talað þegar það verður svangt og verður að fá að borða hvað sem tautar og raular. Ég tók þetta beint til mín.

Íslandi allt.

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð