sunnudagur, mars 01, 2009

Sæluvindar

Góðann daginn

Á morgun verður sléttur mánuður síðan ég yfirgaf Frón í annað skiptið á þessu ári. Þá eru ekki nema u.þ.b. 3 og hálfur mánuður þangað til að ég kem heim aftur, sem er ekki neitt.

Bjórinn á afmæli í dag, kominn á áfengiskaupaaldurinn blessaður kallinn. Ég ætla nú ekki að halda sérstaklega upp á það, nema kannski með einnar mínutu þögn til að minnast þeirra félaga bjórsins sem fallið hafa fyrir minni hendi.

Hr. Tobías tilkynnti mér með formlegum hætti í vikunni að hann hyggst koma í opinbera heimsókn hingað til Ungverjalands helgina 2-6 apríl. Það verður nú gaman, þá mun heimili mitt fyllast af lífsgleði, tillitsemi og umhyggju sem ávallt fylgir þeim úrvalsmanni. Þeir sem vilja slást í för eru beðnir um að hafa samband við Hr. Tobías. Ég lofa því að það verður meira skoðað en í síðustu heimsókn og rugl standardinn eitthvað lægri..... nei best að lofa engu um það.

Það er bara komin dagsetning á eitt próf hjá mér í sumar, og það er 9. júní, þannig að ég er allavega ekki að koma heim fyrr en 11., en líklegt að það verði enn síðar. Þegar ég kem heim fer ég beint í vinnu því fyrir nokkrum vikum réð ég mig til starfa hjá honum Stjána í Höfuð-verk. Ég virðist eiga erfitt með að slíta mig frá því að vinna í kringum tjöru, enda er góð tjörulykt engu lík.

Við í Undirhundunum spiluðum okkar annann leik á síðasta fimmtudag, og mér tókst að vera alveg djöfull leiðinlegur við einn andstæðinginn. Hann röflaði reyndar bara alltaf á ungversku við mig svo kom Zoli til mín og sagði mér að ég ætti að passa mig á þessum manni, því hann væri greinilega snargeðveikur. Hann fékk nú reyndar ríflega 30 stig í andlitið á sér þannig að ég veit ekki yfir hverju hann hefði átt að vera að rífa sig.

Íslandi allt

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð