fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Er þetta ekki týpískt?

Godt aften mine damer og herrer.

Var að koma heim frá fjórða sigri okkar Undirhunda. Setti eitthvað á þriðja tug stiga og átti teyginn í fráköstum. En það sem stóð upp úr var að eitt sinn þegar ég náði að fiska ruðning, þá var ég skallaður í hökuna og það kom þokkalegur skurður. Ekki vildi hann lokast (og þetta var í fyrsta leikhluta), þannig að það blæddi úr mér allann leikinn. Magnað samt að dómarinn gerði enga athugasemd við þetta.
Að leik loknum vildu félagarnir að ég léti athuga þetta á spítala. Mér þótti nú betra að hlýða því þar sem þeir flestir eru orðnir hálæknismenntaðir. Ég byrjaði nú á því að reyna að mana Zola sem er á fimmta ári að sauma mig en hann þorði því ekki, sagðist ekki vita hversu mikið hann ætti að deyfa mig, ég sagði bara passlega mikið, eins og oddvitinn í Hreppnum eina hefði sagt. Sem minnir mig á það að í verklegri lífeðlisfræði í dag átti ég að sprauta 0,2 ml af einhverju efni í hjartað á rottu, en ég ákvað að dúndra bara öllu sem var í sprautunni, sem var 1 ml sem reyndist vera full mikið fyrir hjartað og það hætti að slá. En aftur að skurðinum, það kom sér einkar vel að íþróttahúsið er svona 30m frá dýraspítalanum og ég skundaði þar inn og fékk aðhlynningu, enda eru Sólheimahundar ekkert lægra settir en aðrir hundar.
Íslandi allt

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð