laugardagur, október 25, 2008

Flottir

Já gott kvöld
Kallarnir búnir að vera flottir í dag..... Þvældumst eitthvað í dag og hugsuðum fyrst og fremst um það hversu ógeðslega þunnir við værum og komum engu gáfulegu niður. Þó svo að við náðum aðdraga Tobías af stað í gær þá var það eins og að draga með sér lík á lífið........ man ekki eftiar að hafa sagt orð við hann í bænum. Ætluðum í kvöld á stað sem Tobías er búinn að tala um í marga mánuði að væri toppstaður..... nei nei, löngu búið að loka búllunni. Ætluðum að borða með Guðsgöfflunum þar en báðum svo taxann að taka okkur á flottan stað. Enduðum með því að fara á stað sem New Yourk Times segir að sé besti veitingastaður í Budapest. Ég mætti þarna í John Deere bol og þjónarnir hlógu að okkur út í eitt, því við kunnum engann veginn almennilega mannasiði og vorum eins og fífl þarna. Svo ætlaði Kóngurinn að sporðrenna paprikunni léttilega en það var hins vega rótsterkur pipar þannig að hann tók andköf, allir hlógu og þjónarnir með...... en kallarnir voru flottir og borguðu um 50þús. kellingar fyrir þetta. Við erum á leið á bankann.

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð