laugardagur, nóvember 01, 2008

Hrokkinn í gang

Ég bíð lesendum gott kvöld frá sléttum Austur-Evrópu.
Það má með sanni segja að við félagarnir séum hrokknir í gang eftir mikið hikst. Ekki nóg með það að ég persónulega er kominn í gang eftir árásina hjá strákunum síðustu helgi, heldur fékk Arnar Snær Kárason, sérlegur ræðismaður Ánastaða á Íslandi símhringingu í gær frá Öskju um að þeir hefðu sett síðasta púslið í Höfðingjann, og hann er eins og nýsleginn túskildingur. Þannig að næsta sumar munum við félagar, sameinaðir á ný krúsa um götur Sauðárkróks eins og enginn sé morgundagurinn, það er alveg pottþétt.
Síðasta helgi var já, svona eins og hún var. Tobías kom með lista yfir það sem átti að gera um helgina og á honum stóð "Rússíbani, Bankinn, King Arthur og Hassburgers". Fyrstu 3 atriðin voru annað hvort lokuð eða hætt starfsemi, og ég er ekkert viss um að þetta síðasta hafi nokkurn tíman verið til nema í hausnum á Tobíasi, eins og svo margt annað.
Það var leikur hjá mér á fimmtudaginn. Ég var svo heppinn að það var einhver hlunkur að dekka mig sem var svona já.. ekki í góðu formi. Þannig að ég lék mér nú bara að því að keyra upp hraðann, og þegar ég vissi að ég var kominn með 20 stig í hálfleik þá sagði ég við liðsfélagana "I ain´t passing that shit". Stóð alveg fyllilega við það og endaði í 50 stigum, einu stigi meira en andstæðingarnir. Hef ekki skorað svona mikið síðan í framhaldsskólamótinu 2002 minnir mig, þá var ég einmitt skítþunnur og lék með ekki ómerkari mönnum en Gústa Grodås, Valgeir Levy og Kussmann.
Fór á írska pöbbinn (Becket´s) í gærkveldi og greip í 2 öl. Ætlaði að passa mig vel á því að koma þokkalega snemma heim, en sem betur fer þurfti ég ekkert að passa mig, það voru aðrir sem sáu til þess að ég þurfti að fara snemma heim. Best að vera ekkert að opinbera þetta nánar, aðgát skal höfð í nærveru sálar. Æ jú hún á ekkert betra skilið fyrst hún er vinur minn. Sandra steindrapst á Becket´s þarna um 2 leytið og ég, Ölrún og Aileen drösluðum henni heim.

Býst við að næsti eini og hálfi mánuður verði rólegur í öðru en lærdómi, og viti menn, þá er ég kominn heim.

Íslandi allt

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð