sunnudagur, nóvember 23, 2008

Meiri snjó

Góðann daginn

Það byrjaði að snjóa hér í Budapest í gær, og er það fyrsti snjórinn sem lætur sjá sig þennann veturinn. Þetta var nú ekkert gríðarlegt magn sem kom, en manni leið ágætlega að labba út í verslanamiðstöðina í gær, með vindinn í fangið og með hausinn undir sér. Verslanamiðstöðvarnar eru það eina sem er búið að skreyta hérna, en maður fékk smá fiðring fyrir jólunum við að koma þarna inn í gær.

Geri fátt annað en að læra og telja niður að heimkomu þessa dagana. Um 22 sólarhringar þar til ég legg af stað áleiðis til Kaupmannahafnar. Það eina sem ég geri fyrir utan þetta er að spila körfubolta, við spiluðum 2 leiki í síðustu viku. Í báðum tilvikum var sigur..... auðveldur sigur. Ég er farinn að brydda upp á því í leikjum að ná að skutla a.m.k. einum andstæðingi út í vegg þegar ég kem á siglingunni á sóknarfrákast, bara til að stytta mér aldur. Það hefur reyndar hlotið misjafnar undirtektir hjá viðhafandi aðilum, en það er nú allt í lagi.

Íslandi allt

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð