föstudagur, október 20, 2006

Æ ég veit það ekki

Þegar ég kláraði seinna prófið mitt í morgun í þessari prófatörn langaði mig mikið til að sýna sömu takta og Sveinn Blöndal sýndi á æfingamóti á Akureyri í haust, við vorum að spila við Þórsara og vorum 20 stigum yfir og lítið eftir, Sveinn setti niður eitt víti og öskraði YES!!! svo það glumdi í húsinu..... merkilegir þessir menn með ættarnöfnin.

En á morgun gerist það , ég er að fara með Sveini Hauk að Neðra-Hálsi í........ Kjóós. Vannst aldrei tími til þess að kenna mér rúntinn þar í sumar, og betra er seint en aldrei. Klaufaskapur haustsins að vinna ekki í Keflavík, en svona er þetta. Og enn og aftur vitna ég í Stóradalsbóndann eftir að hann fékk einkunina 1 í eðlisfræði 103 í FNV "aldrei sæjust fjöllin ef engir væru dalirnir".

Púff nú munaði litlu að ég gleymdi aðalmálinu. Ég vil óska afmælisbarni dagsins til hamingju með afmælið en þennann dag á því herrans ári 1987 skreið af færibandi í Stuttgart í Bæjaralandi sjálfur Höfðinginn, og fyrir 19 árum hefur starfsmenn Daimler-Benz verksmiðjanna örugglega ekki grunað hversu mikil áhrif á mannkynssöguna þessi vagn ætti eftir að hafa.

Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð