mánudagur, október 09, 2006

Yfirlit

Já það hefði ég nú haldið. Prófavikur hafnar og alveg ótrúlega merkilegt hvað maður kemur miklu í verk í prófavikum...... nema því að lesa undir próf. Sem dæmi má nefna að ég og Einar vöskuðum upp í dag og settum í 3 þvottavélar. Planið er svo að ryksuga á miðvikudaginn en það hefur nú ekki verið gert síðan 1. vikuna í september. Það er svona þegar það er nóg að gera á stóru heimili.

Svaraði neyðarkalli Sveins Hauks og leysti hann af í mjólkurakstrinum á laugardaginn, gaman var að hitta aftur Þórð á Gunnlaugsstöðum, fjölskylduna á Kvíum, Tóta á Steindórsstöðum og hvað þeir heita nú allir bændurnir í framsveitum Borgarfjarðar. Var reyndar svolítið þreyttur því ég fékk ekki að sofa í nema 1 og 1/2 tíma um nóttina því að þarfanautið á Skólaflötinni var týnt og var umfangsmikil leit á ganginum.

Ég tilkynni það með miklum trega í hjarta að einhverjar k************* að sunnan hafa ákveðið að hafa árshátíðina þann 18. nóvember og því verður ekkert úr þeirri áætlun minni að hrúga að mér Skagfirðingum og verða blindfullur því það er leikur þann 19. nóv.


Þar til síðar

Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð