laugardagur, október 14, 2006

Ekki er allt sem sýnist

Helvíti þunnur núna, skellti mér í borg óttans í gær með Pálma og Land-Rovernum. Byrjuðum á því að fara í partý heima hjá Sigga hans Jóns Sig frá Reynistað þar sem var almenn gleði og söngur. Fórum svo niður í bæ og sést vel að ég hafi fengið að ráða miklu um staðarval því við fórum inn á Sólon því þar var enginn röð og þar er bar og það hefur nú yfirleitt dugað mér og vorum þar allann tímann. Komum svo við á stað sem heitir Nonnabiti eða eitthvað álíka þar sem ég var með fyllerísröfl, dólgskap og almenn leiðindi, talaði hátt og mikið um matvælaverð, flokkun sláturlamba og Guðna Ágústsson. Man eftir því að það voru 2 drengir sem hlógu mikið að mér en ætli flestir hafi ekki verið komnir með mikla leið á mér....... sem er mjög gott. Land-Roverinn á hrós skilið fyrir að nenna að keyra okkur.

Þar til síðar


Íslenskur landbúnaður fyrir sjálfstæða þjóð