Nýjustu skúbbin úr mjólkuriðnaðinum
Smá slúður innan mjólkurgeirans sem ég er búinn að vera frétta síðustu daga, heimildarmenn vilja ekki láta nafn síns getið.
- Strax orðnar tafir á byggingu nýrrar mjólkurstöðvar á Selfossi.
- Mjólka keypti kvóta, kýr og mjaltatæki á Grjóteyri við Meðalfellsvatn og leigir fjósið af ábúenda.
- Líklegt þykir að mjólkinni af vesturlandi verði keyrt suður á Selfoss daginn eftir að hún er tekin frá framleiðanda eftir að samlaginu í Reykjavík verður lokað.
- Mjólka bauð bóndanum á Eyjum I að taka þátt í endurnýjun á fjósinu í staðinn fyrir að hann færði innleggið yfir til þeirra, en hann neitaði.
- Mjólka leytar fyrir sér með stærri mjólkurstöð, og segir sagan að þeir hafi hug á að kaupa gamla samlagið á Hvammstanga.